Nýsveinar verðlaunaðir á hátíð IMFR

Glæsileg nýsveinahátíð
Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík IMFR stóð fyrir glæsilegri nýsveinahátíð laugardaginn 9. febrúar sl. í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs, fluttu ræður og ávörpuðu hátíðargesti.








22 iðnnemar úr 14 iðngreinum verðlaunaðir – þar af 9 úr Tækniskólanum
Guðni Th. forseti Íslands, sem er verndari hátíðarinnar, veitti nýsveinum viðurkenningarnar en 22 nemar út 14 iðngreinum voru heiðraðir með brons eða silfri. Níu þessara verðlaunahafa eru útskrifaðir nemendur Tækniskólans og eru skólinn og starfsfólk hans stolt af frammistöðu nemenda okkar sem eru eftirtaldir:
- Anton Örn Reynisson, málaraiðn – Meistari Reynir Steinarsson
- Davíð Örn Traustason, húsgagnasmíði – Meistari Hallmundur R. Marvinsson
- Egill Halldór Gunnarsson, rafvirkjun – Meistari Sigurður Valur Pálsson
- Elvar Örn Hannesson, rafvirkjun – Meistari Kristjón Sigurðsson
- Hrefna Rut Kjerulf, hársnyrtiiðn – Meistari Jónína Sóley Snorradóttir
- Jón Þorbjarnarson, húsgagnasmíði – Meistari Sigurður Guðnason
- Sigurður Sumarliði Sigurðsson, húsasmíði – Meistari Brynjar Guðmundsson
- Unnur Eir Magnadóttir, ljósmyndun – Meistari Aldís Pálsdóttir
- Örn Viljar Kjartansson, pípulagnir – Meistari Sigurður H. Leifsson
Hér má sjá lista yfir heiðraða nýsveina á síðu IMFR
Auk þessara viðurkenninga fengu 14 nemar styrk frá ýmsum styrktaraðilum (skólum, félögum og fyrirtækjum) til framhaldsnáms. Þar á meðal gaf Tækniskólinn þrjá styrki til náms í Meistaraskólanum.
Tveimur iðnaðarmönnum var veitt nafnbótin heiðursiðnaðarmaður félagsins 2019, en það voru þeir Guðmundur Ó. Eggertsson og Geir Oddgeirsson.