fbpx
Menu

Fréttir

20. nóvember 2019

Nýyrðasamkeppni

Nýyrðasamkeppni

Nafnorð eða sagnorð í stað „like“

Auglýst er eftir tillögum að annars vegar nafnorði, hins vegar sagnorði sem nær að fanga merkingu enska orðsins „like“ eins og það er notað á samfélagsmiðlum á frumlegan hátt.

Senda má tillögu að nafnorði eða sagnorði eða hvoru tveggja. Orðin mega vera mynduð af sömu rót eða stofni en það er þó alls ekki nauðsynlegt.

Skilafrestur er til mánudagsins 25. nóvember

Tillögum skal skila í lokuðum umslögum á bókasafn á Skólavörðuholti, Háteigsvegi eða í Hafnarfirði. Nafn orðasmiðar skal fylgja, einnig í lokuðu umslagi. Umslög eru til reiðu á bókasöfnum.

Vegleg verðlaun fyrir bestu tillögur verða veitt þriðjudaginn 26. nóvember.