fbpx
Menu

Fréttir

10. mars 2023

Vilt þú kynnast Tækniskólanum?

Opið hús

Viðburðir í tækniskólanum á vorönn 2023Opið hús verður í Tækni­skól­anum þriðjudaginn 18. apríl frá kl. 16:00 til 18:00.

Nem­endur og starfs­fólk taka vel á móti gestum og gang­andi sem geta kynnt sér náms­framboð, félagslíf og aðstöðu í Tækni­skól­anum. Opið verður í Tækniskólanum við Skólavörðuholt, í Tækniskólanum við Háteigsveg 35 og í Tækniskólanum við Flatahraun 12 í Hafnarfirði. Opið hús í Tækniskólanum er frábær vettvangur til þess að kynnast fjölbreyttum námsbrautum skólans, hvort sem um er að ræða stúdentspróf eða iðnnám, eða bara hvoru tveggja.

Nánari dag­skrá viðburðar verður aug­lýst síðar.

 

Skrúfudagur

Skrúfu­dagur Tækni­skólans verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 25. mars í Tækniskólanum við Háteigs­vegi 35 í Reykjavík – gamla Sjómannaskólanum.

Nánari dag­skrá viðburðar verður aug­lýst síðar.

 

Íslandsmót iðn- og verkgreina

MÍN FRAMTÍÐ Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning verður haldin í Laugardalshöll dagana 16.–18. mars.

Þar verður keppt í fjölmörgum og fjölbreyttum iðngreinum og mun Tækniskólinn að sjálfsögðu eiga keppendur á mótinu.

Áhorfendur munu einnig fá tækifæri til að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagmanna í ýmsum greinum. Hér gefst því upplagt tækifæri til að kynna sér spennandi starfsmöguleika í iðngreinum.