Vilt þú kynnast Tækniskólanum?
Opið hús
Opið hús verður í Tækniskólanum þriðjudaginn 18. apríl frá kl. 16:00 til 18:00.
Nemendur og starfsfólk taka vel á móti gestum og gangandi sem geta kynnt sér námsframboð, félagslíf og aðstöðu í Tækniskólanum. Opið verður í Tækniskólanum við Skólavörðuholt, í Tækniskólanum við Háteigsveg 35 og í Tækniskólanum við Flatahraun 12 í Hafnarfirði. Opið hús í Tækniskólanum er frábær vettvangur til þess að kynnast fjölbreyttum námsbrautum skólans, hvort sem um er að ræða stúdentspróf eða iðnnám, eða bara hvoru tveggja.
Nánari dagskrá viðburðar verður auglýst síðar.
Skrúfudagur
Skrúfudagur Tækniskólans verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 25. mars í Tækniskólanum við Háteigsvegi 35 í Reykjavík – gamla Sjómannaskólanum.
Nánari dagskrá viðburðar verður auglýst síðar.
Íslandsmót iðn- og verkgreina
MÍN FRAMTÍÐ Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning verður haldin í Laugardalshöll dagana 16.–18. mars.
Þar verður keppt í fjölmörgum og fjölbreyttum iðngreinum og mun Tækniskólinn að sjálfsögðu eiga keppendur á mótinu.
Áhorfendur munu einnig fá tækifæri til að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagmanna í ýmsum greinum. Hér gefst því upplagt tækifæri til að kynna sér spennandi starfsmöguleika í iðngreinum.