fbpx
en
Menu
en

Fréttir

11. apríl 2023

OPIÐ HÚS

Opið hús verður í Tækni­skól­anum þriðjudaginn 18. apríl frá kl. 16:00 til 18:00. 

Við vekjum athygli á því að opið verður í Tækniskólanum við Skólavörðuholt, í Tækniskólanum við Háteigsveg 35 og í Tækniskólanum við Flatahraun 12 í Hafnarfirði. Hægt er að smella á myndirnar hér að neðan til að sjá hvaða námsbrautir eru kenndar í hverri byggingu.

Nem­endur og starfs­fólk taka vel á móti gestum og gang­andi sem geta kynnt sér náms­framboð, félagslíf og aðstöðu í Tækni­skól­anum.

Boðið verður upp á skoðunarferðir um skólann, reglu­legar kynn­ingar verða á sal og víðs vegar má sjá nem­endur að störfum.

Þetta er frábær vettvangur til þess að kynnast fjölbreyttum námsbrautum skólans, hvort sem þú stefnir á stúdentspróf eða iðnnám, eða bara hvoru tveggja.

Verið öll hjartanlega velkomin!