fbpx
Menu

Fréttir

22. nóvember 2024

Pælum í pólitík

Kosningafundir í Tækniskólanum

Alþing­is­kosn­ingar verða haldnar þann 30. nóv­ember næst­kom­andi.

Af því til­efni býður Tækni­skólinn til pallborðsumræðna með full­trúum stjórn­mála­flokk­anna dagana 26. og 27. nóv­ember.

Nem­endum skólans verður gefið tæki­færi til þess að koma spurn­ingum á fram­færi, strax á mánu­dags­morgni, með því að senda þær í gegnum „story“ hjá Tækni­skól­anum á Instagram.

 

Tími og staðsetning

26. nóvember kl. 12:20

  • Háteigsvegur – Hátíðarsalur
  • Hafnarfjörður – Matsalur nemenda

27. nóvember klukkan 12:20

  • Skólavörðuholt – Matsalur nemenda

 

Dagskrá

12:20 – Kynning á framboðum
Hver full­trúi fær eina mínútu til þess að kynna stefnumál.

12:35 – Spurningar úr sal og innsendar
Hver full­trúi fær lituð spjöld sem gefa til kynna þeirra svar.

12:45 – Meistaraprófið
Full­trúar flokk­anna leysa nokkrar þrautir sem má tengja við ólíkar iðn- og verk­greinar sem eru kenndar við skólann.

– Í gegnum nál­ar­augað
– Í hár saman
– Að sperra sig
– Margt í píp­unum

13:00 – Lokaorð
Hver full­trúi fær hálfa mínútu fyrir lokaorð.