Pælum í pólitík
Kosningafundir í Tækniskólanum
Alþingiskosningar verða haldnar þann 30. nóvember næstkomandi.
Af því tilefni býður Tækniskólinn til pallborðsumræðna með fulltrúum stjórnmálaflokkanna dagana 26. og 27. nóvember.
Nemendum skólans verður gefið tækifæri til þess að koma spurningum á framfæri, strax á mánudagsmorgni, með því að senda þær í gegnum „story“ hjá Tækniskólanum á Instagram.
Tími og staðsetning
26. nóvember kl. 12:20- Háteigsvegur – Hátíðarsalur
- Hafnarfjörður – Matsalur nemenda
27. nóvember klukkan 12:20
- Skólavörðuholt – Matsalur nemenda
Dagskrá
12:20 – Kynning á framboðum
Hver fulltrúi fær eina mínútu til þess að kynna stefnumál.
12:35 – Spurningar úr sal og innsendar
Hver fulltrúi fær lituð spjöld sem gefa til kynna þeirra svar.
12:45 – Meistaraprófið
Fulltrúar flokkanna leysa nokkrar þrautir sem má tengja við ólíkar iðn- og verkgreinar sem eru kenndar við skólann.
– Í gegnum nálaraugað
– Í hár saman
– Að sperra sig
– Margt í pípunum
13:00 – Lokaorð
Hver fulltrúi fær hálfa mínútu fyrir lokaorð.