23. október 2019
Paintball mót NST

Nemendasamband Tækniskólans stendur fyrir paintball móti í Skemmtigarðinum þriðjudaginn 29. október kl. 17:00
Keppt verður í 7 manna liðum.
Miðaverð er 2500kr. á mann og er greitt á staðnum.
Innifalið í verðinu er þátttökugjald, 100 skot og pizzuveisla.
Skráning hafin
Skráning liða er hafin og lýkur henni kl. 11:00 þriðjudaginn 29. október.
Allir þátttakendur sem eru yngri en 18 ára (miðast við afmælisdag ekki ár) verða að skila inn tryggingaryfirlýsingu þegar mætt er á staðinn.
Hér má finna tryggingaryfirlýsingarblaðið.
Vegleg verðlaun
Sigurliðið hlýtur að launum gjafabréf í keilu og á Shake & Pizza í Egilshöll. Auk þess fá þau NST peysur.