fbpx
Menu

Fréttir

22. október 2021

Paintballmót

Miðvikudaginn 27. október kl. 18:00 fer Paintballmót Tækniskólans fram í Skemmtigarðinum í Grafarvogi.

Keppt verður í 7 manna liðum og kostar 31.500 kr. fyrir liðið (4500 kr. á mann) að taka þátt. Mikilvægt er að hafa einn aðila í forsvari fyrir liðið (sá sem greiðir) og viðkomandi sé með á hreinu hverjir eru í liðinu.

Greitt er fyrir liðið í heild en þeir sem ekki hafa lið en vilja samt taka þátt geta skráð sig í „bland í poka“ lið hér. Þeir sem skrá sig í „bland í poka“ liðin geta greitt með millifærslu.

Miðasalan er hafin

NST býður upp á pizzur fyrir alla keppendur meðan á mótinu stendur.