fbpx
Menu

Fréttir

05. desember 2019

Rönning færði Raftækniskólanum pakka

Rönning færði Raftækniskólanum pakka

Rönning færði skólanum marga pakka

Það var ekki jólasveinn sem heimsótti Raftækniskólann þriðjudaginn 3. desember heldur var það Helgi Guðlaugsson viðskiptastjóri Rönning og kom hann með marga pakka til okkar. Þetta er sannkölluð veisla fyrir skólann og kennsluna en Rönning gefur rafmagnsefni frá Berker til að nota í verkefnavinnu að verðmæti nálægt tveimur milljónum. Ekki veitir af því þetta er búnaður sem þarf að endurnýja reglulega enda rúmlega 420 nemendur skráðir í nám hjá Raftækniskólanum og margar hendur þurfa að meðhöndla allt okkar raflagnaefni.  Á myndinni er Helgi Guðlaugsson að afhenda Helga Þórði Þórðarsyni fagstjóra á sterkstraumssviði Raftækniskólans pakkana.

Við starfsmenn Raftækniskólans þökkum Rönning innilega fyrir veittan stuðning.