fbpx
Menu

Fréttir

06. febrúar 2022

Röskun á skólahaldi vegna veðurs

VeðurviðvörunKæru nemendur í Tækniskólanum (English below)

Eins og þið vitið eflaust flest hefur verið varað við miklu óveðri í nótt og undir morgun. Því hefur eftirfarandi verið ákveðið:

Fyrir hádegi:

  • Húsnæði skólans verði lokað til a.m.k. 12:30 á morgun.
  • Kennsla verður á Teams eins og hægt er en kennarar láta vita ekki seinna en í fyrramálið ef kennsla fellur niður.

Eftir hádegi:

  • Bóknám verður áfram á Teams.
  • Upplýsingar um verklega kennslu munu berast fyrir klukkan 11 í fyrramálið. Ef boðið verður upp á verklega tíma í húsi eftir hádegi á morgun verður ekki skyldumæting. Nemendur okkar og starfsmenn eru búsettir víða og viljum við ekki að neinn setji sig í hættu við að komast í skólann. Við biðjum ykkur um að fylgjast vel með póstinum ykkar í fyrramálið og leggja alls ekki af stað í skólann eftir hádegi nema þið hafið fengið upplýsingar um að viðkomandi verklegu kennslustundir fari fram í húsi.

 

Bestu kveðjur,

Hildur

 


 

Dear students in Tækniskólinn

 

As you are probably aware of the weather forecast is really bad for tonight and tomorrow morning. We have thus decided the following:

Monday morning:

  • Our buildings will be closed until at least 12:30.
  • Lessons will be on teams were applicable.

Monday afternoon:

  • All academic subjects (bóknám) such as Icelandic, English and Math will be on teams.
  • You will receive information if we decide to offer some vocational (hands-on) classes before 11 O’clock tomorrow morning. If we decide to offer some vocational classes in-house attendance will not be mandatory. Some of our students and staff live far from the school and we do not want anyone to put themselves in danger to come to school. We ask you to check your e-mail tomorrow morning and not to come to our buildings unless you have gotten information about your classes being in-house.

 

Best regards,

Principal Hildur