fbpx
Menu

Fréttir

09. maí 2022

Sigur í keppn­inni
Ungt umhverf­is­frétta­fólk

Aðalverðlaun í innanlandskeppninni og þátttökuréttur í YRE

Í annað skipti á þremur árum vinnur hópur 1. árs nema á K2 Tækni- og vís­inda­braut til aðalverðlauna í inn­an­landskeppn­inni Ungt umhverfisfréttafólk og öðlast þannig þátt­töku­rétt í YRE, Young Reporters for the Environment, sem er virt alþjóðleg keppni um umhverf­ismál.

Verk­efnið YRE er rekið í 44 löndum, víðs vegar um heiminn, en hér á Íslandi er það Landvernd sem er umsjónaraðili þess. Markmið þess er að skapa vett­vang fyrir ungt fólk til að kynna sér umhverf­ismál með gagn­rýnum hætti og miðla upp­lýs­ingum til almenn­ings. Verk­efnið vald­eflir ungt fólk á tímum loft­lagskvíða og fals­frétta því með þátt­töku sinni fær það tæki­færi til að miðla þekk­ingu sinni um umhverf­ismál á fjöl­breyttan hátt.

 

Sigurhópurinn Grænir puttar hönnuðu spilið Grænópólí

Þeir nem­endur sem skipuðu sig­ur­hópinn Grænir puttar eru Ívar Pat­rick Lefort Stein­arsson, Daníel Ingi Eyj­ólfsson, Hjalti Freyr Hjaltason, Sigurður Kári Söndruson og Guðmundur Berg Markússon. Þeir hönnuðu spil í anda Monopoly, sem þeir kölluðu Grænópólí, en í umsögn dóm­nefndar tókst þeim að taka borðspil sem er tákn­mynd gróðahyggju og kapí­tal­isma í spila­heim­inum og gera úr því áhrifa­mikla ádeilu og miðla til ungs fólks ákalli um aðgerðir í loft­lags­málum.

Grænópólí hlaut einnig verðlaunin Val unga fólksins en verk­efnið þótti skemmti­legt, ein­stakt og nýjung í umhverf­isumræðuna. Hóp­urinn fékk sér­stakt hrós fyrir að nota umhverf­i­s­vænan efnivið í spilið, meðal annars plastið sem fór í þrívídd­ar­prentaða leik­muni.

Dóm­nefndina í ár skipuðu Hólmfríður María Ragn­hild­ar­dóttir, blaðakona hjá Mbl, Aldís Amah Hamilton, leik­kona, og Lóa Pind, leik­stjóri og sjón­varps­framleiðandi. Dóm­nefnd í Vali unga fólksins skipuðu Kol­brún Lára Kjart­ans­dóttir, vara­for­seti LÍS og Kol­brún Fríða Hrafn­kels­dóttir, hringrás­ar­hag­kerf­is­full­trúi UU.

Tækni­skólann óskar Ívari Pat­rick, Daníel Inga, Hjalta Frey, Sigurði Kára og Guðmundi Berg, sem og verk­efnis­kennara þeirra, Sigríði Páls­dóttir, hjart­an­lega til ham­ingju með þennan glæsta árangur og óskar hópnum góðs gengis í alþjóðakeppn­inni sem fer fram síðar á þessu ári.