fbpx
Menu

Fréttir

19. nóvember 2018

Skákmót Tækni­skólans

Miðviku­daginn 15. nóv­ember fór fram skákmót Skák­klúbbs Nem­enda­sam­bands Tækni­skólans í Vörðuskóla. Alls tóku 12 nem­endur þátt í mótinu og var hart barist í 15 mín leikjum.

Mótið var haldið í sam­vinnu við Skák­sam­band Íslands sem lagði til skákborð og klukkur í mótið. Spilað var eftir reglum FIDE, alþjóða skák­sam­bandsins og að mótinu loknu bauð Nem­enda­sam­bandið þátt­tak­endum upp á pizzur.

Í lokin stóð Phat­sa­korn Lomain, nem­andi á nátt­úrufræðibraut/​tölvu­tækni uppi sem sig­ur­vegari, í öðru sæti var Aron Máni Nindel Har­aldsson, nem­andi í raf­virkjun og í þriðja sæti Baldur Máni Björnsson, nem­andi í grunn­deild rafiðna.