fbpx
Menu

Fréttir

08. febrúar 2022

Skíðadagur NST

Skíðadagur NST

Miðvikudaginn 16. febrúar ætlar Nemendasamband Tækniskólans að standa fyrir ferð í Bláfjöll til að gera okkur glaðan dag.

Skráning er hafin!

Miðaverð er 2.500 kr. (utan búnaðaleigu) og fer miðasala fram gegnum miðasölu NST Athugið að takmarkaður miðafjöldi er í boði. Allir þátttakendur fá leyfi frá kennslu meðan á ferðinni stendur.

Innifalið í verðinu er rútuferð til og frá Bláfjöllum ásamt passa í fjallið. Þau sem þurfa að leigja búnað þurfa að greiða fyrir skíða- eða brettaleigu á staðnum (ekki innifalið í þessu verði).

 

Verð

Skíða-/brettaleiga: 3.000 kr.

 

Rútur

Rútur fara frá Flatahrauni og Skólavörðuholti kl. 9:30 og leggja af stað til baka kl. 15:45. Þeir sem vilja vera lengur í fjallinu geta gert það en þurfa að sjá sér fyrir fari heim á eigin vegum.

 

Praktískar upplýsingar

Hér að neðan eru nokkrir hlutir sem mikilvægt er að hafa í huga:

  • Passa að koma með hlý og góð föt fyrir daginn.
  • Skíðagleraugu eru ekki innifalin í búnaðarleigu.
  • Búnaðarleigan kostar 3000 kr. og þarf að greiða það í fjallinu – þeir sem þurfa ekki búnað eru búnir að greiða fyrir daginn.
  • NST býður ekki upp á mat í fjallinu en hægt er að kaupa veitingar í skíðaskálanum.
  • Þátttakendur fá leyfi frá kennslu meðan á viðburðinum stendur.

Ef eitthvað kemur upp á í fjallinu er hægt að hafa beint samband við Röggu Dís (698-6791), Helgu Rakel (665-1161) eða Brynju (893-8487).