fbpx
Menu

Fréttir

18. september 2020

Skilaboð frá skólameistara

In English below.

Kæru nemendur

Eins og þið vitið eflaust flest hefur smitum vegna kórónuveirunnar fjölgað verulega í gær og í dag á höfuðborgarsvæðinu. Því er nú sérstaklega mikilvægt að við fylgjum sóttvarnarreglum til hins ítrasta.

Í þessu samhengi vil ég biðja ykkur um tvennt:

1. Nota alltaf grímu í aðstæðum þar sem ekki er hægt að viðhafa a.m.k. 1 metra fjarlægð (svo sem þar sem kennari þarf að koma nær nemanda til að hjálpa honum).  Frá og með morgundeginum viljum við ekki sjá neinar undantekningar á þessu hvorki hjá nemendum né starfsfólki.  Því bið ég ykkur um að hafa meðferðis grímu(r) á morgun.  Þið getið líka fengið grímu þegar þið mætið í skólann.

2. Mæta alls ekki í skólann ef þið eruð með einkenni COVID, svo sem kvef.

Nú ríður á að við gerum allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir smit og það gerum við best með því að hjálpast að og huga vel að okkar einstaklingsbundnu sóttvörnum.  Þá hvet ég ykkur til þess að vera með smitrakningarappið C-19 virkt í símunum ykkar.  Þið getið sótt appið á þessa síðu: https://www.covid.is/app/is

Kær kveðja, Hildur skólameistari

 

English

Dear students

As most of you probably know, COVID infections have been on the rise this week in the Reykjavík city area.  Thus it is extremely important that we fully follow the restrictions in place:  https://www.covid.is/sub-categories/what-is-ban-on-public-events

In this respect I ask you to:

1. Always use a mask when you cannot keep a one meter distance from a co-student, teacher or other staff member (e.g. when a teacher needs to stand close by to help you).  From tomorrow we do not want to see any exceptions from this, neither with students nor with staff.  I thus ask you to bring  masks with you to school.  You can also get a mask when you arrive at school.

2. Please do not come to school if you have any symptoms of COVID, such as a cold.

It is now very important that we do everything we can to prevent the spread of COVID in our society and we do that best by practicing social distancing and keeping our hands clean.  More advise on how to avoid infection can be found here:  https://www.covid.is/categories/how-can-i-avoid-infection. I also want to encourage you to download/activate the C-19 tracing app on your phone.  It can be downloaded from this page: https://www.covid.is/app/en

Best regards, Hildur