fbpx
Menu

Fréttir

14. nóvember 2024

Skóla­fundur 19. nóv­ember

Skólafundur

Sam­kvæmt lögum um fram­halds­skóla skal halda skóla­fund a.m.k. einu sinni á skólaári en skóla­fundir eru mik­il­vægur lýðræðislegur vett­vangur fyrir nem­endur skólans til að koma sínum mál­efnum á fram­færi.

Skóla­fundur verður haldinn í Tækni­skól­anum þriðjudaginn 19. nóvember kl. 10:25–12:05. Þá er kennsla felld niður og nem­endur og starfs­fólk ræða um ýmis mál­efni er varða skólann og nem­endur.

Athugið að mæt­inga­skylda á skóla­fund gildir um öll þau sem eru með tíma í stunda­töflu kl. 10:25–12:05 þennan dag. Þá hvetjum við aðra nem­endur til þess að mæta á skóla­fund í mat­sölum skólans á sama tíma.

Gert er ráð fyrir að kenn­arar haldi fundinn með sínum nem­enda­hópi en einnig er lögð áhersla á að nem­endur taki að sér hlut­verk fund­ar­stjóra, ritara og tímavarðar í hverri kennslu­stofu.

 

Umræðuefni

Umræðuefni á skóla­fundi koma frá samráðsvett­vangi nem­enda, kennara og stjórn­enda í skólaráði. Á fund­inum er nem­endum skipt upp í 5–7 manna hópa og eru tvö mál­efni tekin fyrir í hverjum hóp.

Fyrsta málefnið taka allir hópar fyrir:

  • Skólaumhverfið
    Hvernig aðstæður eru til staðar í draumaskólanum ykkar?

Hóparnir hafa tvo valkosti um næsta málefni:

  • Vinnuálag í áföngum
    Er umfang t.d. verkefna, lesefnis, kennslustunda og námsmats í samræmi við viðmið um vinnu nemenda pr. einingu.
  • Stjórnendur í einn dag
    Ef þið væruð stjórnendur í Tækniskólanum hverju mynduð þið breyta?

 

Upplýsingar fyrir kennara

Verk­efnablöð og skrif­færi, fyrir hópa­vinnu skóla­fund­arins, má nálgast á eft­ir­far­andi stöðum:

Skólavörðuholt
Mót­taka á 1. hæð

Háteigsvegur
Bóka­safn á 4. hæð

Hafnarfjörður
Bóka­safn á 2. hæð

Skeljanes
Kaffi­stofa kennara

Gögnin verða komin á viðeig­andi staði kl. 13:00 mánu­daginn 18. nóv­ember.