Skólafundur 19. nóvember
Skólafundur
Samkvæmt lögum um framhaldsskóla skal halda skólafund a.m.k. einu sinni á skólaári en skólafundir eru mikilvægur lýðræðislegur vettvangur fyrir nemendur skólans til að koma sínum málefnum á framfæri.
Skólafundur verður haldinn í Tækniskólanum þriðjudaginn 19. nóvember kl. 10:25–12:05. Þá er kennsla felld niður og nemendur og starfsfólk ræða um ýmis málefni er varða skólann og nemendur.
Athugið að mætingaskylda á skólafund gildir um öll þau sem eru með tíma í stundatöflu kl. 10:25–12:05 þennan dag. Þá hvetjum við aðra nemendur til þess að mæta á skólafund í matsölum skólans á sama tíma.
Gert er ráð fyrir að kennarar haldi fundinn með sínum nemendahópi en einnig er lögð áhersla á að nemendur taki að sér hlutverk fundarstjóra, ritara og tímavarðar í hverri kennslustofu.
Umræðuefni
Umræðuefni á skólafundi koma frá samráðsvettvangi nemenda, kennara og stjórnenda í skólaráði. Á fundinum er nemendum skipt upp í 5–7 manna hópa og eru tvö málefni tekin fyrir í hverjum hóp.
Fyrsta málefnið taka allir hópar fyrir:
- Skólaumhverfið
Hvernig aðstæður eru til staðar í draumaskólanum ykkar?
Hóparnir hafa tvo valkosti um næsta málefni:
- Vinnuálag í áföngum
Er umfang t.d. verkefna, lesefnis, kennslustunda og námsmats í samræmi við viðmið um vinnu nemenda pr. einingu. - Stjórnendur í einn dag
Ef þið væruð stjórnendur í Tækniskólanum hverju mynduð þið breyta?
Upplýsingar fyrir kennara
Verkefnablöð og skriffæri, fyrir hópavinnu skólafundarins, má nálgast á eftirfarandi stöðum:
Skólavörðuholt
Móttaka á 1. hæð
Háteigsvegur
Bókasafn á 4. hæð
Hafnarfjörður
Bókasafn á 2. hæð
Skeljanes
Kaffistofa kennara
Gögnin verða komin á viðeigandi staði kl. 13:00 mánudaginn 18. nóvember.