fbpx
Menu

Fréttir

30. janúar 2019

Skráning hafin í söngkeppni Tækniskólans

Skráning hafin í söngkeppni Tækniskólans

Skráning er hafin í söngkeppni Tækniskólans sem fer fram í hátíðarsal Sjómannaskólans við Háteigsveg 14. febrúar. Sigurvegari keppninnar keppir fyrir hönd Tækniskólans í söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer á Akranesi 13. apríl.

Skráning í söngkeppni Tækniskólans er hafin og eru allir áhugasamir söngfuglar hvattir til að taka þátt.

Aðstoð við útfærslur og undirspil eru í boði fyrir þá sem það vilja en keppendum er einnig frjálst að koma með sitt eigið „playback“.

Nánari upplýsingar um keppnina veitir Valdi félagsmálafulltrúi í síma 698 3857 eða í gegnum tölvupóst.