23. mars 2023
Skrúfudagurinn
Skrúfudagurinn er árlegur kynningardagur nemenda í vélstjórn og skipstjórn við Tækniskólann og verður hann haldinn hátíðlegur laugardaginn 25. mars milli kl. 12:00 og 15:00 í húsnæði Tækniskólans við Háteigsveg.
Gestum og gangandi gefst kostur á að skoða aðstöðuna, heilsa upp á nemendur og starfsfólk og prófa hina ýmsu hluti. Dagskráin er virkilega fjölbreytt og glæsileg.
Einnig verður mögulegt að spjalla við námsráðgjafa um annað námsframboð í Tækniskólanum og innritun.
Öll velkomin!
Dagskrá
Setning
- Víglundur Laxdal Skólastjóri býður gesti velkomna
- Guðni Th. Jóhannesson, forseti setur hátíðina
- Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson leikur nokkur lög
- Fulltrúar Bláma og Tækniskólans undirrita viljayfirlýsingu
Útisvæði
- Ýmsar kynningar fyrir framan skólann
- Slysavarnafélagið Landsbjörg með bátasýningu
Aðalbygging – 1. hæð
- Móttaka gesta
- Vélahermar
- Skoðaðu þig um í fullkomnasta vélahermi landsins
Aðalbygging – 2. hæð
- Netaverkstæði
- Siglingahermar
- Sögusýning um Halaveðrið
Aðalbygging – 3. hæð
- Fyrirtækjakynningar þar sem mörg af glæsilegustu fyrirtækjum og stofnunum landsins í sjávarútvegi verða á staðnum
- Marel
- Landhelgisgæslan
- Alda
- Slysavarnaskólinn Sæbjörg
Aðalbygging – 4. hæð
- Gröfu- og ökuhermar
- Gamlar útskriftarmyndir og lokaverkefni til sýnis á bókasafni
Aðalbygging – Turn
- Siglingatæki verða til sýnis í turninum
- Gestir geta farið út á svalir en þar er frábært útsýni yfir Reykjavík
Rafmagnshús
- Siglingahermir í gangi
- Gestir geta prófað að taka í stýrið
Vélahús
- Deltavélin gangsett á hálftíma fresti
- Glóðarhausavél gangsett á heila tímanum
- Aðrar vélar ræstar reglulega
- Suðuróbót og suðuhermir
Veitingasala
- Veitingasala verður í mötuneyti á 4. hæð
- Veitingasalan er styrkt af VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna
- Ágóði af sölunni rennur til útskriftarhóps Véltækniskólans
- Fríar veitingar fyrir börn undir sex ára