fbpx
Menu

Fréttir

31. mars 2023

Söng­keppni fram­halds­skól­anna

Samband íslenskra framhaldsskólanema heldur hátíðlega Söngkeppni framhaldsskólanna laugardaginn 1. apríl kl. 19.00.

Bjartur Sig­ur­jónsson nem­andi á tölvu­braut og nýkrýndur Íslands­meistari Tækni­skólans í for­ritun syngur fyrir hönd skólans með lagi Maggie Jean Martin, Never blue.

Miða á keppnina má nálgast hér en hún er haldin í Hinu Húsinu og verður jafn­framt streymt beint á Stöð2 Vísi.

Dóm­arar eru Lilja Alfreðsdóttir menn­ingar- og viðskiptaráðherra, Júlí Heiðar Hall­dórsson tón­list­armaður, Saga Matt­hildur sig­ur­vegari Idol 2023 og Hildur Kristín Stef­áns­dóttir framleiðandi og tón­list­ar­kona.

Dóm­arar ráða ekki einir úrslitum því síma­kosning hefur vægi á móti atkvæðum dóm­nefndar. Símanúmer keppenda Tækniskólans er 900-9118.

Áfram Bjartur!