fbpx
Menu

Fréttir

31. mars 2023

Söngkeppni framhaldsskólanna

Samband íslenskra framhaldsskólanema heldur hátíðlega Söngkeppni framhaldsskólanna laugardaginn 1. apríl kl. 19.00.

Bjartur Sigurjónsson nemandi á tölvubraut og nýkrýndur Íslandsmeistari Tækniskólans í forritun syngur fyrir hönd skólans með lagi Maggie Jean Martin, Never blue.

Miða á keppnina má nálgast hér en hún er haldin í Hinu Húsinu og verður jafnframt streymt beint á Stöð2 Vísi.

Dómarar eru Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Júlí Heiðar Halldórsson tónlistarmaður, Saga Matthildur sigurvegari Idol 2023 og Hildur Kristín Stefánsdóttir framleiðandi og tónlistarkona.

Dómarar ráða ekki einir úrslitum því símakosning hefur vægi á móti atkvæðum dómnefndar. Símanúmer keppenda Tækniskólans er 900-9118.

Áfram Bjartur!