26. febrúar 2018
Söngkeppni Tækniskólans

Söngkeppni Tækniskólans fer fram fimmtudaginn 15. mars kl. 18:00 í Hátíðasal Stýrimannaskólans við Háteigsveg.
Allir söngelskir nemendur Tækniskólans eru hvattir til að taka þátt. Sigurvegari keppninnar vinnur sér inn keppnisrétt í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer á Akureyri í apríl.