fbpx
Menu

Fréttir

17. október 2018

Spjaldtölvugjöf

Spjaldtölvugjöf

Nú eins og undanfarnar annir gefa félögin SART og RSÍ spjaldtölvur til allra nýnema í rafiðngreinum.

Morguninn 23.október mættu fulltrúar þessara félaga þeir Kristján Snæbjörnsson formaður RSÍ, Kristján Sigurbergsson framkvæmdastjóri SART og Bára Halldórsdóttir fulltrúi Rafbókar frá Rafmennt og afhentu fyrsta hópnum glæsilegar Samsung spjaldtölvur. Alls eru 115 spjöld gefin að þessu sinni til nemenda Raftækniskólans enda mikil aðsókn að rafiðnnámi. Nemendafjöldi skólans stendur í 420 og hafa allir nemendur sem skráðir eru í grunnnám rafiðna, rafvirkjun og rafeindavirkjun fengið gefins spjaldtölvur undanfarnar annir. Þetta er höfðinglegt framtak hjá þessum félögum og styrkir námið mikið enda er mikið námsefni rafiðngreina frítt inn á Rafbok.is