fbpx
Menu

Fréttir

10. maí 2019

Stafræn sköpun & tæknilist í Hörpu

Stafræn sköpun & tæknilist í Hörpu

Útskriftarnemar frá Vefskólanum og Margmiðlunarskólanum verða með sýningu á lokaverkefnum sínum í Hörpu – Silfurbergi – þann 15. maí klukkan 17:00 – 19:00.

Nemendur Vefskólans, 13 talsins, hafa varið lokaönn sinni í að vinna að viðskiptahugmynd sem nú er orðin að tilbúinni vöru, þar á meðal vefsíður, öpp og hugbúnaður. Verkefni þeirra verða til sýnis í Eiri fyrir framan Silfurberg.

Nítján útskriftarnemendur frá Margmiðlunarskólanum sýna fjölbreytt verkefni sín sem þeir hafa unnið að síðastliðna önn. M.a. verða sýndir tölvuleikir, þrívíddarumhverfi, stuttmyndir, vídeóverk, myndvinnsla og tæknibrellur. Verkin verða sýnd í röð hvert á eftir hvort öðru inní Silfurbergi en að sýningu lokinni verður hægt að kynna sér verkin betur frammi og prófa þar ýmsa tölvuleiki og aðrar upplifanir.

Sýningin hefst kl.17:15 og eru allir velkomnir!

VIÐBURÐURINN Á FACEBOOK