fbpx
Menu

Fréttir

01. maí 2018

Stelpur og tækni

Stelpur og tækni

Nemendur Tækniskólans – 14 stelpur af 4 brautum – taka þátt í viðburðinum Stelpur og tækni sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík á morgun – 3. maí. Hlutverk stelpnanna verður að stýra svokölluðum „tölvutætingi“ þar sem markmiðið er að fá innsýn í uppbyggingu tölva, tækjabúnað þeirra og virkni.

„Viðburðurinn Stelpur og tækni er nú haldinn í fimmta skipti. Viðburðurinn hefur farið stækkandi ár frá ári og verður nú fjölmennari en nokkru sinni fyrr.“

Dagurinn er haldinn af Háskólanum í Reykjavík í samvinnu við Samtök iðnaðarins, SKÝ og LS Retail. Tilgangurinn er að kynna möguleika í tækninámi og störfum fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla, kynna þær fyrir fyrirmyndum í tækni og opna augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða.

Um 750 stelpum úr grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu er boðið uppí HR. Þar verða á vinnusmiðjur í umsjá /sys/tra, félags kvenna í tölvunarfræði við HR, kennara tölvunarfræðideildar og tækni- og verkfræðideildar, ásamt nemenda frá Tækniskólanum. Viðfangsefnin eru af ólíkum toga, til dæmis kynnast þær forritun og gerð vefsíðu með tungumálum vefhönnunar, tölvutætingur, uppbygging tölvuleikja, þrívíddarprentun líffæra og brotaþoli beina.

Eftir að vinnustofunum lýkur heimsækja stelpurnar fjölbreytt tæknifyrirtæki þar sem konur sem starfa hjá fyrirtækjunum gefa stelpunum innsýn í starfsemina og þau tækifæri sem stelpum bjóðast á vinnumarkaði að loknu tækninámi.

Hér er linkur á viðburðinn á Facebook: Stelpur og tækni