Stoðþjónusta og aðstoð
Kæru nemendur og forráðamenn
Hér koma upplýsingar um þjónustu náms- og starfsráðgjafa, sálfræðings, námsver og aukatíma í stærðfræði meðan á lokun skólahúsnæðis stendur. Vinsamlegast kynnið ykkur þær vel. Starfsfólk stoðþjónustu skólans hvetur ykkur til að vera í sambandi og leggur áherslu á að þjónustan er ekki síður mikilvæg fyrir ykkur núna.
Náms- og starfsráðgjafar
- Hægt er að hringja og senda póst eins og áður.
- Hægt er að panta símatíma í INNU. Sjá nánar neðar. Athuga þarf að rétt símanúmer sé skráð í INNU. Ef nemandi pantar tíma í INNU hringir ráðgjafinn í viðkomandi á þeim tíma sem var valinn.
- Ráðgjafarnir munu í sumum tilfellum setja sig í samband við nemendur.
- Forráðamenn eru einnig hvattir til að vera í sambandi ef einhverjar spurningar vakna.
Hér eru nánari upplýsingar um náms- og starfsráðgjöf.
Benedikt Bragi sálfræðingur mun áfram bjóða upp á sálfræðiviðtöl.
- Hægt er að panta viðtal í gegnum Innu eins og áður.
- Ef nemandi pantar viðtal í Innu hringir Benedikt í viðkomandi.
- Einnig má senda póst á á netfangið bbs@tskoli.is
Hér má einnig nálgast upplýsingar um sálfræðiþjónustu skólans.
Að panta tíma í INNU
- Neðst á forsíðu Innu skal velja „Panta viðtalstíma“.
- Því næst þarf að velja „nafn“ í felliglugga og svo velja hentugan tíma.
Námsver
Kennarar í námsveri sinna nemendum í gegnum Microsoft teams á eftirfarandi tímum:
- Hanna Bjartmars, hab@tskoli.is , alla daga kl.10:00 – 14.00.
- Ragnhildur Blöndal, rbl@tskoli.is, á þriðju- og fimmtudögum kl. 10:00 -15:00.
Í næstu viku verður einnig hægt að hringja í þær og munu símanúmer þeirra þá birtast hér á vef skólans.
Aukatímar í stærðfræði
Aukatímar verða áfram á laugardögum kl.10:00 – 12:00 en í gegnum Microsoft Teams.
Nemendur sem vilja nýta sér aukatímana þurfa að senda póst á Ævar Rafn kennara, aeh@tskoli.is, í síðasta lagi kl. 16:00 á föstudögum. Ævar mun svo setja hóp af stað hvern laugardag og þetta þarf að endurtaka í hverri viku. Athugið að það verða engir aukatímar dagana 4. og 11. apríl.
Ég hvet ykkur til að nýta ykkur þjónustuna sem í boði er og ekki hika við að hafa samband ef eitthvað er.
Kær kveðja, Guðrún Randalín aðstoðarskólameistari