Menu

Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta

Benedikt Bragi sálfæðingur býður nemendum sálfræðiþjónstu og starfar náið með námsráðgjöfum skólans.
Tímapantanir í gegnum Innu, með tilvísunum frá námsráðgjöfum eða með póst beint á Benedikt á netfangið bbs@tskoli.is. 

Einstaklingsviðtal

Benedikt Bragi Sigurðsson sálfræðingur hefur tekið til starfa og mun m.a. bjóða nemendum upp á einstaklingsviðtöl

Nemendur gætu viljað leita til sálfræðiþjónustunnar vegna tilfinningalegra erfiðleika (þunglyndi, kvíði o.fl.), samskiptavanda, gruns um ADHD eða vegna annarra mála.

Panta viðtal

Tímapantanir fara fram í gegnum Innu, með tilvísunum frá námsráðgjöfum eða með því að senda póst beint á Benedikt á netfangið bbs@tskoli.is.
Viðtalsherbergi Benedikts er númer 218 á Skólavörðuholti, en hann er einnig til viðtals í Hafnarfirði og á Háteigsvegi í opnum viðtalstímum.

Um Benedikt sálfræðing Tækniskólans

Benedikt Bragi útskrifaðist með Cand. Psych. gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2010 en hafði áður lokið BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands.

Benedikt hefur starfað sem m.a. forstöðumaður Fjölskylduheimilisins við Ásvallagötu sem er úrræði fyrir 14-18 ára unglinga. Hann hefur starfað sem klínískur sálfræðingur hjá Fjölskyldumiðstöðinni og hjá Menntasviði Kópavogsbæjar, sinnt þjónustu við fjóra grunnskóla hjá Kópavogi. Benedikt hefur verið sjálfstætt starfandi á stofu frá árinu 2013. Hann hefur mikið unnið með unglingum og ungu fólki, meðal annars vegna þunglyndis, kvíða, áráttu þráhyggju og ADHD.