fbpx
Menu

Fréttir

17. ágúst 2022

Stöðupróf í ensku, dönsku og spænsku

SpænskaStöðupróf í ensku, dönsku og spænsku verða haldin í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ á eftirfarandi tímasetningum:

  • Enska, föstudaginn 26. ágúst kl. 15:00
  • Spænska og danska, föstudaginn 2. september kl. 15:00

Fjöldi eininga sem prófin spanna eru:

  • Enska 20 ein.: 10 ein. á 2. þrepi og 10 ein. á 3. þrepi
  • Danska 10 ein. á 2. þrepi
  • Spænska 15 ein. á 1. þrepi

Skráning fer fram með því að senda póst á [email protected] í síðasta lagi tveimur dögum fyrir próftöku, þ.e. miðvikudaginn 24. ágúst fyrir enskuprófið og miðvikudaginn 31. ágúst fyrir spænsku og dönskuprófið.

Prófgjald er 20.000 kr. sem greiðist með því að leggja inn á reikning: 0549-26-1425, kt. 480109-0310. Nauðsynlegt er að nafn og kennitala próftaka komi fram. Vinsamlegast sendið afrit af kvittuninni á [email protected].

Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt og auk þess verða próftakar að framvísa persónuskilríkjum með mynd þegar komið er í prófið.