fbpx
Menu

Fréttir

26. janúar 2024

Fjáröflundagur hársnyrtinema

Fjáröflunardagur útskriftarnema

Miðvikudaginn 6. febrúar kl. 8:30–16:00 er fjáröflunardagur útskriftarnema í hársnyrtideild.

Þá safna nemendur fyrir útskriftarsýningu sem verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 13. mars.

Við hvetjum ykkur til að kíkja á Skólavörðuholtið, fá hársnyrtingu gegn vægu gjaldi og styrkja um leið þessa hæfileikaríku útskriftarnemendur.

 

Stofudagar hársnyrtideildar

Hársnyrti­deildin er reglu­lega með stofu­daga á Skólavörðuholti, en nem­endur sjá um dagana undir stjórn kennara.

Á stofudögum eru öll velkomin í klipp­ingu, litun eða aðra hársnyrt­ingu gegn vægu gjaldi.

Hér má sjá nánari upplýsingar um dagana og yfirlit yfir tímasetningar á vorönn 2024.