fbpx
Menu

Fréttir

03. maí 2022

Strandhreinsun við Hafnir

Þann 2. maí fór hópur nemenda úr Skipstjórnarskólanum og Véltækniskólanum í strandhreinsun við Hafnir á Reykjanesi. Tómas J. Knútsson stofnandi Bláa hersins var með í för en samtökin leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu.

Nemendurnir sem tóku þátt eru í áfanganum Umhverfisfræði sjávar og hafa lært mikið um mengun hafs og stranda. Mjög mikilvægt er að minnka notkun plasts og fjarlægja það af ströndum áður en það brotnar frekar niður og fer lengra á haf út.

Það kom strax í ljós að þetta voru einstaklega vasklegir tilvonandi sjómenn sem rifu upp ruslið, meira að segja heilu netadræsurnar og körin. Hópurinn stóð sig einstaklega vel og náði að safna um tveimur tonnum af rusli á 1 km langri strandlengju.

Frábært framtak sem stefnt er á að endurtaka að ári.