26. maí 2021
Streymi á útskrift Tækniskólans
Til hamingju með daginn kæru útskrifarnemar.
Brautskráning Tækniskólans á vorönn 2021 fer fram í Eldborgarsal Hörpu í dag, miðvikudaginn 26. maí.
Vegna gildandi sóttvarnarreglna verða tvær athafnir, sú fyrri hefst klukkan 14:00 og sú seinni mun hefjast klukkan 17:00.
Hér er hlekkur á fyrri útskriftina sem hefst kl. 14:00:
Hér er hlekkur seinni á útskriftina sem hefst kl. 17:00:
Við minnum á að þeir nemendur sem ætla að koma á útskriftina þurfa að mæta 45 mín. fyrir upphaf athafnar og spariklæðnaður er skilyrði.
Sæti verða merkt fyrir hvern og einn nemenda, en starfsfólk skólans verður til aðstoðar í sal, þegar nemendur mæta á staðinn.
Njótið dagsins!