fbpx
Menu

Fréttir

11. maí 2021

Sumarstörf iðnnema

StálsmíðiVið vekjum athygli á átaksverkefni stjórnvalda sem miðar að því að fjölga tækifærum fyrir iðnnema sem eru án námssamnings að komast í vinnustaðanám í sumar.

Markmiðið með átaksverkefninu er að fjölga nemum í vinnustaðanámi og gildir úrræðið frá 15. maí til 15. september 2021.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðu Iðunnar.

Fyrir störf hjá ríki og frjálsum félagasamtökum er sótt um á vef Vinnumálastofnunar en fyrir störf hjá sveitarfélögum er sótt um á vefsíðum þeirra.

Við hvetjum nemendur til þess að kynna sér þetta framtak sem vonandi skilar sér í fjölgun námssamninga.