fbpx
Menu

Fréttir

16. febrúar 2023

Tækifærin hefjast hér

Erlent samstarf og erasmusViltu taka þátt í alþjóðasamstarfi, fara á námskeið eða taka hluta af starfsnáminu í Evrópu?

Nemendum og starfsfólki Tækniskólans stendur til boða að fara til útlanda og taka þátt í verkefnum, sækja námskeið eða starfsþjálfun tengda námi þeirra og störfum. Tækniskólinn sækir um náms- og þjálfunarstyrki og er í samstarfi við skóla í mörgum löndum Evrópu.

Tækniskólinn er með Erasmus+ aðild og er núna að vinna umsókn um styrk til náms og þjálfunar fyrir starfsfólk og nemendur.

Ef áhugi er fyrir því að sækja um styrk skal senda fyrirspurn eða umsókn á [email protected].

Eining má sjá nánari upplýsingar um undirbúning og umsókn á síðu alþjóðadeildar.

Umsóknarfrestur er til er 23. febrúar næstkomandi.