fbpx
Menu

Fréttir

10. október 2019

Tækni-færi

Tækni-færi

Evrópska starfsmenntavikan

Í tilefni Evrópsku starfsmenntavikunnar verðum við með opið hús dagana 15. – 16. – og 17. október.  Markmiðið með viðburðinum er að kynna Erasmus+ og möguleika nemenda á að fara í námsferðir, sækja námskeið eða taka hluta af starfsþjálfun sinni erlendis. Nemendur fá auk þess innsýn í námið sem boðið er upp á í Tækniskólanum og fá möguleika á að kynna sér námsframboð og vinnuaðstöðu samnemenda.

Kynning á námsferðum erlendis

Alþjóðafulltrúi verður með kynningar í Hafnarfirði, á Háteigsvegi og á Skólavörðuholti á möguleikum nemenda á að sækja um styrki til að stunda nám, sækja námskeið eða fara í námsferðir erlendis.

Lítum okkur nær

Skólastjórar, námsráðgjafar og kennarar verða með kynningar á náminu sem fram fer í skólanum og nemendur bjóða samnemendum sínum og öðrum áhugasömum að kynna sér námið, sýna sérhæfðar kennslustofur og þá vinnu sem þar fer fram. Þetta er upplagt tækifæri til að kynnast öllum þeim möguleikum sem nemendum Tækniskólans standa til boða.

Í Hafnarfirði og á Háteigsveginum hittumst við í mötuneyti nemenda en á Skólavörðuholtinu í Framtíðarstofunni 3. hæð.

Hafnarfirði 15. október frá 10:15 til 12:00

Þar er hægt að heimsækja verðandi pípara, flugvirkja, trésmiði, málmsmiði, tölvubraut og starfsbraut svo eitthvað sé nefnt.
Farið verður í vettvangsferðir um hinar ýmsu deildir. Gengið af stað kl. 10:30.

Háteigsvegi, 16. október frá 10:15 til 12:00

Þar er hægt að heimsækja verðandi skipstjóra, vélstjóra og ljósmyndara og kynnast námi í stafrænni hönnun, grafískri miðlun, tölvugreinum og til iðnmeistararéttinda.
Farið verður í vettvangsferðir um hinar ýmsu deildir. Gengið af stað kl. 10:30.

Skólavörðuholti 17. október frá 10:15 til 12:00

Þar er hægt að heimsækja m.a. verðandi klæðskera og kjólameistara, húsa-, húsgagna-, og gullsmiði, rafvirkja og rakara svo eitthvað sé nefnt.
Farið verður í vettvangsferðir um hinar ýmsu deildir. Gengið af stað kl. 10:30.

Svo skemmtilega vill til að í sömu viku er valvika nemenda og því upplagt fyrir þá nemendur sem langar að skipta um braut að kynna sér það sem er í boði.

Hér er hægt að lesa meira um Evrópsku starfsmenntavikuna og möguleika á námsstyrkjum gegnum Erasmus+