fbpx
Menu

Fréttir

01. október 2020

Tækni­skólinn fær Gulleplið

Fréttatilkynning

Árlega veitir embætti land­læknis verðlaunin Gulleplið fyrir framúrsk­ar­andi heilsu­efl­ing­ar­starf í fram­halds­skólum. Verðlaunin eru veitt þeim skóla sem skarar framúr í fyr­ir­fram ákveðnum þætti og í ár var lögð áhersla á skóla­tengsl. Með skóla­tengslum er átt við hvernig skólinn getur stutt við jákvæð skóla­tengsl nem­enda.

Stýri­hópur Heilsu­efl­andi fram­halds­skóla hefur farið yfir umsóknir um Gulleplið 2020. Margar mjög góðar umsóknir bárust og því ljóst að margir skólar eru að gera góða hluti til að styðja við jákvæð skóla­tengsl.

Við stiga­gjöf stóð Tækni­skólinn framar öðrum með nýjum áherslum sem eru til eft­ir­breytni. Þar má nefna starf þeirra með hópum sem teljast vera í krefj­andi aðstæðum en einnig að reyna að ná til allra óháð aldri og staðsetn­ingu. Skólinn er starf­andi á 8 mis­mun­andi starfsstöðum og hefur stjórn­enda­hópur lagt áherslu á að efla skóla­tengsl nem­enda með afar afger­andi og áhugaverðum nálg­unum á und­an­förnum miss­erum.

Í dag voru einnig veitt heiðursverðlaun fyrir framúrsk­ar­andi heilsu­efl­ing­ar­starf á síðustu 10 árum en Flens­borg­ar­skóli í Hafnarfirði hefur unnið ötul­lega að heilsu­efl­ingu á síðustu 10 árum og aldrei látið deigan síga.  Með áherslu sinni á heilsu­efl­ingu hefur skapast heilsu­efl­andi menning sem speglast meðal annars í náms­framboði og utan­um­haldi um nem­endur sem eft­ir­tekt­ar­vert meðal annars með áföngum eins og Hámarki þar sem nem­endur fá stuðning og fræðslu til að hámarka heilsu sína og vellíðan.

Við óskum Tækni­skól­anum og Flens­borg­ar­skóla til ham­ingju með verðlaunin og hvetjum þau áfram til góðra verka.