fbpx
Menu

Fréttir

17. febrúar 2023

Tækniskólinn í 8-liða úrslit Gettu betur

Gettu beturLið Tækniskólans keppir í Gettur betur í kvöld, föstudaginn 17. febrúar. Lið Tækni­skólans skipa Auður Aþena Ein­ars­dóttir, Emil Uni Elvarsson og Óðinn Logi Gunn­arsson.

Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV og hefst kl. 20:00. Í kvöld mætum við Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, en Lið FG í Gettu betur skipa þau Aron Unnarsson, Jónas Bjarki Björnsson og Brynja Sævarsdóttir.

Stuðningslið Tækniskólans hitar upp í matsal skólans. Búið að er loka fyrir skráningar en ef þig langar að athuga hvort þú komist með er best að hafa sambandi við Lilju verkefnastjóra félags- og forvarnarmála.

Áfram Tækniskólinn!