fbpx
Menu

Fréttir

11. janúar 2023

Glæsileg frammistaða í Gettu betur

Gettu betur

Tækniskólinn vann öruggan sigur á Menntaskólanum að Laugarvatni í fyrstu umferð Gettu betur, 30-16. Hlusta má á viðureignina á vef RÚV.

16-liða úrslitin fara fram á mánudag 16. janúar þar sem Tækniskólinn mætir Menntaskólanum á Akureyri. Keppnin verður í beinni útsendingu á Rás 2. 

Hvetjum öll áhugasöm að styðja við liðið á keppnisstað, í útvarps­húsinu við Efsta­leiti.

Lið Tækniskólans skipa Auður Aþena Einarsdóttir, Emil Uni Elvarsson og Óðinn Logi Gunnarsson. Þjálfarar liðsins eru Þorsteinn Magnússon og Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson.