17. janúar 2020
Tækniskólinn sigraði MA í Gettu betur

Í 8-liða úrslit í fyrsta sinn
Gettu betur lið Tækniskólans mætti liði Menntaskólans á Akureyri fimmtudaginn 16. janúar kl. 20:30 í beinni útsendingu á Rás 2. Viðureignin var mjög jöfn framan af og var staðan 9-9 eftir hraðaspurningar.
Í bjölluspurningunum sigldi Tækniskólinn svo framúr og endaði keppnin með 19 stigum gegn 15.
Með þessu er Tækniskólinn kominn í 8-liða úrslit keppninnar í fyrsta skiptið.
Næsta umferð fer fram í sjónvarpssal en hverjir andstæðingar Tækniskólans verða skýrist síðar þar sem endurtaka þarf eina keppni í 16-liða úrslitunum.