fbpx
Menu

Fréttir

09. mars 2018

Tækniskólinn á Verk og vit

Tækniskólinn á Verk og vit

Kynning – kynningarmyndband og framapóf

Tækniskólinn tók á móti grunnskólanemum frá 33 skólum á Verk og Vit sýningunni í Laugardalshöll föstudaginn 9. mars.
Nemendurnir fengu kynningu á Tækniskólanum ásamt því að fá aðgang að sýningunni.

Alls heimsóttu rúmlega 1150 grunnskólanemendur sýninguna á vegum Tækniskólans. Kynningin á skólanum var unnin í samvinnu við Áttuna, sem tók viðtöl við nemendur skólans fyrir kynningarmyndband.

Auk þess tóku allir gestir Tækniskólans framapróf til að fá hjálp við að finna sér sína réttu hillu í lífinu.

Verk og vit sýningin stendur yfir frá 8. til 11. mars.