Þríhyrningurinn
LAN Tækniskólans
Þríhyrningurinn, sameiginlegt LAN Tækniskólans og FB, verður haldið helgina 22.–24. nóvember í matsal Tækniskólans við Skólavörðuholt. LAN-ið er opið nemendum Tækniskólans og FB.
Miðasala
Takmarkað pláss er á LAN-inu og mótinu. Reglan fyrstur kemur fyrstur fær gildir.
Miði á LAN-ið kostar 3.500 kr. og hér er hlekkur á miðasölu.
Miðasölu lýkur fimmtudaginn 21. nóvember kl. 13:00.
Dagskrá
Föstudagur 22. nóvember
Kl. 18:00–02:00
Húsið opnar 18:00 og fyrsta mót byrjar kl. 20:15. Húsið lokar kl. 02:00.
Laugardagur 23. nóvember
Kl. 12:00–00:00
Húsið opnar 12:00 og húsið lokar 00:00.
Sunnudagur 24. nóvember
Kl. 12:00–15:00
Húsið opnar kl. 12:00. Síðustu leikir í mótum spilaðir og allir ná í dótið sitt fyrir kl. 15:00.
Mót
CS2
Valorant
Rocket League
Minecraft
Matur
LAN nefnd Tækniskólans og Nördanefnd FB verða með sjoppu á staðnum. Nemendum stendur til boða að panta pizzu á afsláttarverði á föstudags- og laugardagskvöldi. Hvetjum nemendur til að koma með nesti en það er t.d. ekki hægt að kaupa hádegismat.
Ef einhverjar spurningar vakna má senda póst á netfangið nstskoli@gmail.com.