fbpx
en
Menu
en

Fréttir

11. september 2023

ÞÚ og ÉG & ATVINNULÍFIÐ

Tækniskóladagurinn 2023

Tækniskóladagurinn verður haldinn miðvikudaginn 20. september næstkomandi. Þema dagsins að þessu sinni er atvinnulífið og málefni tengd þeirri vegferð að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði í sínu fagi.

Hefðbundin stundatafla gildir ekki þennan dag heldur skrá nemendur sig á viðburði.

 

Dagskrá

Á Tækniskóladeginum mun nemendum gefast kostur á að sækja bæði kynningar og fyrirlestra í húsnæði Tækniskólans en einnig heimsækja allmörg fyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki sem leggja okkur lið með fræðslu og kynningum þennan dag eru Héðinn, Securitas, AGUSTAV, Blámi, Landsnet, IRMA studio, Sætækni, Össur, Smith & Norland, Jökulá, Veitur, Rafmennt og Marel.

Hér má sjá dagskrá Tækniskóladagsins.

 

Skráning

Búið er að opna fyrir skráningar og nemendur eru beðnir um að skrá sig fyrir hádegi á þriðjudag. Skráning lokar þegar viðburðir fyllast.

Miðað er við að nemendur skrái sig á tvo viðburði og verða þeir að koma sér sjálfir á viðkomandi staði.