Kennsluhættir í Tækniskólanum 21.–25. september
Kæru nemendur (English below)
Vegna fjölgunar COVID-19 tilvika á höfuðborgarsvæðinu hefur neyðarstjórn skólans ákveðið að flytja hluta námsins yfir á teams þessa viku (21. – 25. september). Kennsla verður á eftirfarandi vegu:
- Kennsla verklegra greina fer almennt fram í skólahúsnæði okkar
- Kennsla á starfsbraut og á 1. og 2. stigi íslenskubrautar fer fram í skólahúsnæði okkar
- Öll önnur kennsla verður á teams skv. stundatöflu
Þið eruð beðin um að skoða tilkynningar á Innu klukkan 9:45 í fyrramálið (mánudag) en þá munu liggja fyrir upplýsingar fyrir hvern og einn áfanga. Þá getið þið séð nákvæmlega hvað verður kennt í húsi og hvað á teams. Kennslufyrirkomulagið verður svo endurskoðað um næstu helgi. Ég bendi á að áfram verður hægt að fara á bókasöfn og í námsver.
Frá og með morgundeginum verður grímuskylda í skólanum. Við munum útvega ykkur grímur við innganga en þið getið líka komið sjálf með eigin grímur. Þá vil ég biðja ykkur um að nota ávallt þann inngang sem er næstur þeirri stofu sem þið eruð að fara í.
Einn nemandi Tækniskólans var greindur á föstudaginn með COVID-19. Sá stundar kvöldnám á Skólavörðuholti og er búið að hafa samband við alla sem voru með honum í stofu og eru þeir í sóttkví. Um er að ræða 8 nemendur og 1 kennara. Þá var kennslustofan sótthreinsuð sérstaklega.
Að endingu ítreka ég fyrri orð mín um að enginn mæti í skólann sem er með einhver einkenni COVID. Einnig bendi ég á COVID-19 síðu skólans en þar er að finna ýmsar upplýsingar, þ.á.m. kennslumyndbönd fyrir teams https://tskoli.is/covid-19/
Gangi ykkur sem allra best næstu daga! Í sameiningu komumst við í gegnum þetta.
Kær kveðja,
Hildur skólameistari
_____________________________________
Dear students
Due to an increase in the number of COVID-19 cases in the Reykjavik area, Tækniskólinn‘s emergency management board has decided that a greater part of the courses than previously will be taught through Teams this coming week (21. – 25. September). We will teach the following way:
- Practical/hands-on subjects will be taught in our school buildings
- The special education program (starfsbraut) and Icelandic as a second language (íslenskubraut) level 1 and 2 will be taught in our school buildings
- All other subjects will be taught on teams according to timetables
I ask you to check Inna at 9:45 tomorrow morning (Monday). There you will see information for each of your courses. Then you will see exactly what courses will be taught in the school buildings and what courses will be taught through teams this week. We will reevaluate the situation next weekend and send new information for that week. I would like to point out that you can still use the libraries and study labs.
From tomorrow everyone will have to wear a mask in school. We will provide masks for you at the entrances of our school buildings but you can also bring your own masks. I also ask you always to use the entrance that is closest to the classroom you are going to.
One student at Tækniskólinn was diagnosed with COVID-19 on Friday. He attends evening classes at Skólavörðuholt. All the people that were with him in class have been contacted and are now in quarantine, a total of 8 students and 1 teacher. We also have sanitized the classroom thoroughly.
In the end I want to remind you not to come to school if you have any COVID-19 symptoms. I also would like to point out to you our COVID-19 page https://tskoli.is/covid-19/ (although only in Icelandic) and the information site www.covid.is/english
I hope all goes well during the next days! We will get through this together.
Best regards,
Hildur principal