Tólf nýsveinar frá Tækniskólanum hljóta viðurkenningu

Glæsileg nýsveinahátíð
Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík (IMFR) stóð fyrir glæsilegri nýsveinahátíð sem var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur, laugardaginn 8. febrúar, þar sem tólf nýsveinar frá Tækniskólanum hlutu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á sveinsprófi.
Í reglum IMFR um úthlutun heiðurverðlauna segir m.a. „Sveinsprófsverkefnið verður undantekningarlaust að uppfylla kröfu um að teljast:
Afburða vel útfært handverk.“
23 iðnnemar verðlaunaðir – þar af 12 úr Tækniskólanum
Guðni Th. forseti Íslands, sem er verndari hátíðarinnar, veitti nýsveinum viðurkenningarnar en 23 nýsveinar fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur og 14 nýsveinar fengu að auki sérstök verðlaun skóla og styrktaraðila tengt áframhaldandi námi þeirra. Tólf þessara verðlaunahafa eru útskrifaðir nemendur Tækniskólans og eru skólinn og starfsfólk hans stolt af frammistöðu nemenda okkar sem eru eftirtaldir:
- Auður Þórunn Rögnvaldsdóttir – Rafeindavirkjun
- Björk Marie Villacort – Prentsmíði
- Elsa Katrín Ólafsdóttir – Ljósmyndun
- Garðar Steinn Sverrisson – Málaraiðn
- Guðmundur Helgi Eggertsson – Húsasmíði
- Hannes Rafn Hauksson – Múriðn
- Ívar Orri Guðmundsson – Múriðn
- Jenný Guðnadóttir – Gull- og silfursmíði
- Kristófer Daði Kárason – Pípulagnir
- Númi Kárason – Húsasmíði
- Óttar Gauti Guðmundson – Gull- og silfursmíði
- Salóme Ósk Jónsdóttir – Hársnyrtiiðn
Hér er heildarlisti nýsveina sem voru heiðraðir á síðu IMFR
Myndir með frétt eru af vef IMFR og hér er myndaalbúm – en myndir voru teknar af Jóni Svavarssyni.