fbpx
en
Menu
en

Fréttir

17. febrúar 2022

Tungu­mála­torg Tækni­skólans

 

Tungu­mála­torg Tækni­skólans hefst í dag, 17. febrúar og lýkur á Alþjóðadegi móðurmálsins, mánu­daginn 21. febrúar.

Eitt megin markmið verk­efn­isins er að varpa ljósi á styrk­leika þess að hafa vald á fleiri en einu eða tveimur tungu­málum og stuðla að sam­skiptum og vináttu milli nem­enda Tækni­skólans.

Tungu­mála­torgið er vett­vangur þar sem nem­endur með íslensku að móðurmáli og nem­endur með íslensku sem annað mál vinna saman. Þau miðla tungu­málum og menn­ingu sín á milli sem von­andi eykur og styður við áhuga á tungu­málum almennt, íslenskukunn­áttu og menn­ing­ar­næmi- og færni. Þessi atriði passa vel við nýju gildi Tækni­skólans „fjöl­breyti­leiki“ og „alúð“ sem og heimsmarkmið 4.7.

Eitt af list­rænum afurðum verk­efn­isins verður tungu­málaregn­bogi með níu gildum sem nem­endur koma sér saman um. Orðin verða þýdd yfir á móðurmál þeirra sem taka þátt, hátt í 50 tungumál.

Kristín R. Vil­hjálms­dóttir – sem hefur þróað aðferðir til að tengja fólk, tungumál og menn­ingu – var fengin til að móta verk­efnið í sam­starfi við nem­endur og kennara Tækni­skólans.

Fyrir áhuga­sama er hér myndband sem var gert með mennta­skóla í Dan­mörku nýlega og er lýs­andi fyrir verk­efnið.