fbpx
en
Menu
en

Fréttir

17. febrúar 2022

Tungumálatorg Tækniskólans

 

Tungumálatorg Tækniskólans hefst í dag, 17. febrúar og lýkur á Alþjóðadegi móðurmálsins, mánudaginn 21. febrúar.

Eitt megin markmið verkefnisins er að varpa ljósi á styrkleika þess að hafa vald á fleiri en einu eða tveimur tungumálum og stuðla að samskiptum og vináttu milli nemenda Tækniskólans.

Tungumálatorgið er vettvangur þar sem nemendur með íslensku að móðurmáli og nemendur með íslensku sem annað mál vinna saman. Þau miðla tungumálum og menningu sín á milli sem vonandi eykur og styður við áhuga á tungumálum almennt, íslenskukunnáttu og menningarnæmi- og færni. Þessi atriði passa vel við nýju gildi Tækniskólans „fjölbreytileiki“ og „alúð“ sem og heimsmarkmið 4.7.

Eitt af listrænum afurðum verkefnisins verður tungumálaregnbogi með níu gildum sem nemendur koma sér saman um. Orðin verða þýdd yfir á móðurmál þeirra sem taka þátt, hátt í 50 tungumál.

Kristín R. Vilhjálmsdóttir – sem hefur þróað aðferðir til að tengja fólk, tungumál og menningu – var fengin til að móta verkefnið í samstarfi við nemendur og kennara Tækniskólans.

Fyrir áhugasama er hér myndband sem var gert með menntaskóla í Danmörku nýlega og er lýsandi fyrir verkefnið.