25. nóvember 2020
Umsóknir um skólavist
Innritun í dagskóla á vorönn 2021 er opin til og með 30. nóvember 2020 og umsóknir sem berast eftir að innritun lýkur fara á biðlista.
Byrjað verður að vinna úr umsóknum 1. desember og eftir það er hægt að fylgjast með stöðu umsókna á innritunarvef Menntamálastofnunar. Það getur tekið allt að tvær vikur að vinna úr umsóknum.
Hægt er að kynna sér allar upplýsingar um hvaða nám er í boði og hvernig á að sækja um á innritunarsíðu Tækniskólans.
Ef ykkur vantar upplýsingar um námið þá er hægt að hafa samband við viðkomandi skólastjóra eða náms- og starfsráðgjafa.