fbpx
Menu

Fréttir

04. apríl 2019

Ungir frumkvöðlar – nemendur Tækniskólans

Ungir frumkvöðlar – nemendur Tækniskólans

Vörumessa – mikil frumkvöðlahátíð

Helgina 5. og 6. apríl 2019 verða hópar ungra frumkvöðla í Smáralind að kynna og selja vörur sínar. Þetta eru um 120 fyrirtæki sem 550 nemendur hafa stofnað, til að vinna að viðskiptahugmynd sinni.

Samanlagt eru 9 hópar frá Tækniskólanum sem taka þátt eða um 40 nemendur af K2 tækni- og vísindaleiðinni og Hönnunar- og nýsköpunarbraut.

Fyrirtæki stofnuð af nemendum Tækniskólans:

Eftirtalin fyrirtæki voru stofnuð af nemendum skólans sem eru á K2 tækni- og vísindaleiðinni eða á Hönnunar- og nýsköpunarbraut.
Fyrirtæki sem selja og kynna vörur sínar föstudaginn 5. apríl:

  • Heilsupési – Hönnunar og nýsköpunarbraut
  • Sjávarsúkkulaði – Hönnunar og nýsköpunarbraut
  • Jaki design – Hönnunar og nýsköpunarbraut
  • Icecoasters – K2 tækni- og vísindaleiðin

Fyrirtæki sem selja og kynna vörur sínar laugardaginn 6. apríl:

  • Skin – Hönnunar og nýsköpunarbraut
  • Yl ehf. – Hönnunar og nýsköpunarbraut
  • Ró-box – K2 tækni- og vísindaleiðin
  • Spilagaldrar –  K2 tækni- og vísindaleiðin
  • Rúmfræði – K2 tækni- og vísindaleiðin

Auk Tækniskólans taka eftirfarandi framhaldsskólar þátt:

Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn við Sund, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Verslunarskóli Íslands.

Viðburðurinn á Facebook.
JA eru alþjóðleg, frjáls félagasamtök sem starfa í 123 löndum. Um 10.5 milljón nemenda taka þátt í verkefnum á vegum samtakanna víðs vegar um heiminn. Markmið JA er að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þeirra til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar með því að stuðla að aukinni nýsköpunar-, frumkvöðla- og viðskiptamenntun í skólum.