28. október 2019
Unglist – tískusýning

Listahátíðin Unglist 2019 kynnir með stolti:
Nemendur á Fataiðnbraut og Hársnyrtibraut Tækniskólans og Fata- og Textílbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti sameina krafta sína og halda hina árlegu tískusýningu Unglistar. Í ár er þemað “Tímaflakk’’ sem þátttakendur geta túlkað á sinn eigin skapandi hátt.
Á tískusýningu Unglistar gefst hönnuðum og öðrum nemendum tækifæri til að koma sér á framfæri og sýningin er alltaf hin glæsilegasta. EKKI láta þessa einstöku sýningu framhjá þér fara!
Laugardagur, 2. nóvember 2019 frá kl. 19:00 til 21:00 – Rafstöðvarvegur 7, 110 Reykjavík
Facebook – viðburðurinn
Unglist á Facebook
Video af viðburðarsíðu tískusýningarinnar:
Gepostet von Unglist – Listahátíð Ungs Fólks am Freitag, 11. Oktober 2019