fbpx
en
Menu
en

Fréttir

04. ágúst 2020

Upphaf haust­annar 2020 – til nem­enda

Kæru nem­endur

In English here.

Skrif­stofa skólans á Skólavörðuholti hefur nú verið opnuð og verður opin 8:00 – 15:00 alla virka daga. Þá munu námsráðgjafar og sálfræðingur vera til staðar á Skólavörðuholti frá og með mánu­deg­inum 10. ágúst. Við viljum þó hvetja ykkur til að nota tölvu­póst, net­spjall og síma eins og hægt er í ljósi stöðu COVID mála. Ef þið viljið mæta á staðinn til námsráðgjafa, sálfræðings eða skóla­stjóra biðjum við ykkur um að bóka tíma áður.

Í ljósi þróunar COVID sjúk­dómsins og hertra tak­markana viljum við biðja ykkur um eft­ir­far­andi:

  • Virða 2 metra regluna ef þið eigið erindi í húsnæði skólans
  • Koma ekki í húsnæði okkar ef þið:
    • hafið nýlega verið erlendis og sætið heimkomusmitgát
    • eruð í sóttkví eða einangrun
    • eruð með kvef eða önnur einkenni COVID

Núgild­andi tak­mark­anir Almanna­varna má lesa um hér.

Starfs­menn skólans vinna nú hörðum höndum að því að und­irbúa kennsluna í haust. Sem endranær förum við eftir fyr­ir­mælum Almanna­varna og land­læknis í hví­vetna og munu næstu dagar og vikur leiða í ljós hvernig fyr­ir­komulag kennslu verður við upphaf skólans. Nánari upp­lýs­ingar um það verða sendar út til nem­enda á næst­unni en við fylgj­umst náið með fyr­ir­mælum yfir­valda og áhrifum þeirra.

Við von­umst til að sjá ykkur öll með einum eða öðrum hætti seinni hluta ágúst. Okkur er umhugað um heilsu og öryggi ykkar og allra starfs­manna og mun haustönnin taka mið af því. Gera má ráð fyrir breyt­ingu á fyr­ir­komu­lagi skóla­setn­ingar 19. ágúst en nánari upp­lýs­ingar um það verða sendar til ykkar þegar nær dregur. Að lokum hvetjum við ykkur til þess að nota smitrakningar smáforritið C-19.

Bestu kveðjur, Hildur skóla­meistari og Guðrún Randalín aðstoðarskóla­meistari