Upphaf haustannar 2020 – til nemenda
Kæru nemendur
Skrifstofa skólans á Skólavörðuholti hefur nú verið opnuð og verður opin 8:00 – 15:00 alla virka daga. Þá munu námsráðgjafar og sálfræðingur vera til staðar á Skólavörðuholti frá og með mánudeginum 10. ágúst. Við viljum þó hvetja ykkur til að nota tölvupóst, netspjall og síma eins og hægt er í ljósi stöðu COVID mála. Ef þið viljið mæta á staðinn til námsráðgjafa, sálfræðings eða skólastjóra biðjum við ykkur um að bóka tíma áður.
Í ljósi þróunar COVID sjúkdómsins og hertra takmarkana viljum við biðja ykkur um eftirfarandi:
- Virða 2 metra regluna ef þið eigið erindi í húsnæði skólans
- Koma ekki í húsnæði okkar ef þið:
- hafið nýlega verið erlendis og sætið heimkomusmitgát
- eruð í sóttkví eða einangrun
- eruð með kvef eða önnur einkenni COVID
Núgildandi takmarkanir Almannavarna má lesa um hér.
Starfsmenn skólans vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa kennsluna í haust. Sem endranær förum við eftir fyrirmælum Almannavarna og landlæknis í hvívetna og munu næstu dagar og vikur leiða í ljós hvernig fyrirkomulag kennslu verður við upphaf skólans. Nánari upplýsingar um það verða sendar út til nemenda á næstunni en við fylgjumst náið með fyrirmælum yfirvalda og áhrifum þeirra.
Við vonumst til að sjá ykkur öll með einum eða öðrum hætti seinni hluta ágúst. Okkur er umhugað um heilsu og öryggi ykkar og allra starfsmanna og mun haustönnin taka mið af því. Gera má ráð fyrir breytingu á fyrirkomulagi skólasetningar 19. ágúst en nánari upplýsingar um það verða sendar til ykkar þegar nær dregur. Að lokum hvetjum við ykkur til þess að nota smitrakningar smáforritið C-19.
Bestu kveðjur, Hildur skólameistari og Guðrún Randalín aðstoðarskólameistari