20. nóvember 2019
Upplestur ekki uppistand

Síðbúinn Dagur íslenskrar tungu
Bókasafn skólans ætlar að halda síðbúinn Dag íslenskrar tungu þriðjudaginn 26. nóvember. Bergur Ebbi kemur til okkar og ætlar að lesa upp úr nýju bókinni sinni Skjáskot. Þetta verður upplestur en ekki uppistand, en án nokkurs vafa mjög skemmtilegt.
Bergur Ebbi mætir á bókasafnið á Háteigsvegi kl. 10:35 (þegar kennslustundin byrjar) og bókasafnið á Skólavörðuholti kl. 13:10.