fbpx
Menu

Fréttir

13. september 2022

Upp­lýs­ingar um stöðu mála

Tölvu­deild Tækni­skólans og full­trúar stjórn­enda hafa fundað á hverjum degi frá því að skólinn varð fyrir netárás í síðustu viku. Þessir fundir hafa það m.a. að markmiði að upp­lýsa starfs­fólk og nem­endur um stöðu mála.

Eftir fundinn í dag viljum við koma eft­ir­far­andi upp­lýs­ingum á fram­færi:

  1. Verið er að ljúka við uppsetningu á bráðabirgðalausn í prentmálum og það verður að öllum líkindum mögulegt að prenta út á bókasöfnum skólans á Skólavörðuholti, Háteigsvegi og í Hafnarfirði á morgun
  2. Flestar starfsstöðvar eru komnar í lag, þær eru skannaðar og nettengdar. Háteigsvegur er í skönnun í dag og í kvöld og verða allar tölvur þar tilbúnar í fyrramálið nema þær tölvur sem merktar eru með miðum um enga notkun. Sömuleiðis er verið að vinna í Hafnarfirði og á Holtinu og væntingar eru að það náist að klára það á morgun
  3. Skipstjórnar- og vélstjórnarhermar eru nú tilbúnir í kennslu
  4. Verið er að vinna í netinu í öllum húsum og vonast er til þess að vírað net verði komið á morgun eða fimmtudag
  5. Nemendur eru ekki enn komnir með netpóst en unnið er að því