10. maí 2023
Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð Tækniakademíunnar fer fram í Grósku hugmyndahúsi mánudaginn 15. maí kl. 14:30.
Þar fagna nemendur annarlokum og sýna verkefni sem hafa verið unnin í vetur. Bæði verða sýnd útskriftarverkefni og önnur skemmtileg verk með áherslu á tæknibrellur fyrir kvikmyndir, tölvuleikjagerð og hreyfimyndagerð.
Öll velkomin!