fbpx
Menu

Fréttir

13. apríl 2021

Úrslitaviðureign Framhaldsskólaleikanna í rafíþróttum

Úrslitaviðureign Framhaldsskólaleikanna í rafíþróttum

Úrslit í fyrstu Framhaldsskólaleikunum

Tækniskólinn mætir MH í úrslitaviðureign Framhaldsskólaleikanna í rafíþróttum fer fram fimmtudagskvöldið 15. apríl og verður í beinni útsendingu á Stöð2 eSport og á twitch rás Rafíþróttasambandsins. Útsendingin hefst kl. 18:30 og verður fyrst keppt í Rocket League, svo í CS:OG og lokaleikurinn verður í FIFA21.

Hvað eru Framhaldsskólaleikarnir?

Framhaldsskólaleikarnir er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin verður í fyrsta sinn núna vorið 2021. Keppt er í þremur tölvuleikjum, Counter-Strike: Global Offensive, Rocket League og FIFA21. Hver skóli getur sent inn eitt lið fyrir hvern leik. Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) standa fyrir keppninni, samtök stofnuð til þess að vekja athygli á og styðja þróun rafíþrótta á Íslandi.

Hvað eru rafíþróttir?

Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í hverskyns tölvuleikjum. Fyrsta skráða rafíþróttamótið var haldið í Stanford háskólanum í Bandaríkjunum árið 1972. Nú, 47 árum síðar hafa rafíþróttir þróast yfir í stóran iðnað sem nær um allan heim og skapar störf fyrir þúsundir einstaklinga. Heimsfrægir atvinnumenn keppa með atvinnuliðum fyrir framan tugþúsundir áhorfenda og milljónir fleiri horfa á beina útsendingu frá mótum. Vinsælustu rafíþróttaleikir nú til dags eru strategískir fjölspilunarleikir sem flestir eru spilaðir í liðum yfir internetið.