fbpx
Menu

Fréttir

05. febrúar 2021

UTmessan í rafheimum

UTmessan fer alfarið fram í rafheimum þetta árið vegna COVID-19 og geta gestir nú heimsótt sýningaraðila á vefsíðu UTmessunar. Þar má t.d. taka þátt í ratleik, skoða kynningarmyndbönd og fara í heimsókn til nemenda í stafrænni hönnun.

Tækniskólinn hefur látið útbúa sérstaka lendingarsíðu fyrir gesti UTmessunnar og þar er ratleikur sem fylgir þátttakendum í gegnum Framtíðarstofuna 42. Þeir sem taka þátt í ratleiknum, geta svarað nokkrum spurningum um skólann, en það má finna vísbendingar á völdum stöðum í ratleiknum.

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þátttakendur ratleiksins en í fyrstu verðlaun er spjaldtölva að gerðinni Ipad mini 64 Gig útgáfa WIFI 2019. Í önnur verðlaun er svo 60.000 kr. gjafabréf og í þriðju verðlaun er 30.000 kr. gjafabréf – bæði hjá Endurmenntunarskóla Tækniskólans.

Dregið verður úr innsendum svörum – mánudaginn 8. febrúar næstkomandi

Vefsíða Endurmenntunarskólans er HÉR

Hlökkum til að sjá ykkur!